Guðmundur Páll valinn í U16 í knattspyrnu

Guðmundur Páll Einarsson, Vestra hefur verð valinn í 32 manna hóp KSÍ í knattspyrnu yngri en 16 ára. Hópurinn hefur verið kallaður til æfinga dagana 15.-17. febrúar. Jörundur Áki Sveinsson er landsliðsþjálfari U 16 liðsins. Sjö leikmenn eru frá félögum utan höfuðborgarsvæðsins, einn frá hverju svæði Vestfjörðum, Austfjörðum og Suðurnesjum og fjórir frá Suðurlandi.

Guðmundur Páll hefur áður verið valinn í úrtakshóp vegna yngri landsliða. Í nóvember 2019 var hann valinn í knattspyrnuskóla KSÍ og í framhaldinu valinn í 39 manna hóp til frekari æfinga.

DEILA