Birt hefur verið fundargerð aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 18. desember 2020. Sagöngu- og sveitarstjórnarráðherra flutti þar ávarp og fjallaði um sameiningu sveitarfélaga og lagafrumvarp um þvingaða sameiningu þeirra sem eru fámennari en 1000 manns.
Ráðherra fór stuttlega yfir helstu rök fyrir tillögunni:
- Öflugri stjórnsýsla – fámennari sveitarfélög eigi erfiðara með að halda
uppi nauðsynlegu þjónustustigi við íbúa. - Efla sjálfbærni – tryggja getu sveitarfélaga til að sinna lögbundnum
verkefnum. Hægt að setja spurningamerki við sjálfbærni þegar
sveitarfélag þarf framlög úr sameiginlegum sjóðum til að halda uppi
lágmarksþjónustu.
3 - Hagræðing – t.d. nýta fjármuni sem sparast við yfirbyggingu í betri
þjónustu við íbúa. - Betra vinnuumhverfi fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga –
nauðsynlegt að efla fjölbreytni í starfsemi sveitarfélaga. Aukin
verkefni skapa ný atvinnutækifæri. Stærri einingar betur í stakk búnar
til að efla mannauð sveitarfélaga. - Lýðræðishalli – mörg fámenn sveitarfélög framselja vald sitt í
lögbundnum verkefnum til annarra og þannig er vald til
ákvarðanatöku framselt frá kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins.
Grunvallaratriðið er þó, sagði ráðherrann, að sveitarfélög eru rekin fyrir almannafé og því er það skylda Alþingis að tryggja að sveitarstjórnarstigið sem heild sé rekið með lýðræðislegum, hagkvæmum og skilvirkum hætti. Öll sveitarfélög þurfi að hafa afl til að sinna lögbundinni grunnþjónustu sem tryggir jafnan rétt allra landsmanna að þeirri þjónustu sem sveitarfélög veita.
Að ræðu ráðherrans lokinni var fyrirspurnum beint til hans.
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhrepp spurði: Hvernig mun ákvæði um lágmarksíbúafjölda gagnast Súðavíkurhreppi m.a. m.t.t samgangna á svæðinu?
Svar ráðherra var: Mun nýtast Súðavíkurhreppi eins og öðrum sveitarfélögum. Lögð áhersla á að horfa til verkefna í samgönguáætlun sem geta aukið möguleika á sameiningum.
Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi sagði í sinni fyrirspurn : Það er fullkomin sáttartilaga að taka ákvæði um íbúalágmark út þá verður frumvarpið samþykkt. Minni sveitarfélög vilja lágmörkin út. Bendir á að ekki hafi verið gerð úttekt á því hvernig Svalbarðshreppur rækir sitt hlutverk. Telur ekki að samráð hafi verið haft við minni sveitarfélögin.
Svar ráðherra: Íbúatalan er ekki heilög en lengst af hafa verið í lögum kröfur um lágmarksíbúafjölda. Verið að miða við að sveitarfélögin séu nógu stór til að geta sinnt lögbundnum verkefnum.