Framboð: alþingismenn halda spilunum þétt að sér

Haraldur Benediktsson. dregur að því að mál skýrist.

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður Miðflokksins segir að hann hafi ekki gefið neitt út um það hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju til setu á Alþingi, en kosningar verða á árinu.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að það dragi að því að hann skýri áform sín :  „Ég hef ekki verið með neinar yfirlýsingar um að hætta – eða sækjast ekki eftir endurkjöri. En heldur ekkert gefið út neinar sérstakar fyrirætlanir núna, um sæti eða slíkt – en það dregur að því.“

Berþór Ólason, Miðflokki og Þórdís Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki hafa ekki svarað fyrirspurnum Bæjarins besta.

Óstaðfestar fregnir herma að Þórdís hyggi á fyrsta sætið sem Haraldur skipar og þá hefur Teitur Björn Einarsson frá Flateyri tilkynnt að hann sækist eftir þingsæti.

Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavík norður, Halla Signý Kristjánsdóttir gefur kost á sér áfram og sækist eftir 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum sækist áfram eftir 1. sæti á lista flokksins og Guðjón Brjánsson, Samfylkingu segir að hann hafi  ekki gefið annað til kynna en að hann væri til þjónustu reiðubúinn áfram.

 

DEILA