Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar gerir sömu athugasemdir og bæjarráðið og skipulags- og mannvirkjanefnd við tillögur Umhverfisstofnunar að breytingum á reglu sem gilir um kvikmyndatöku í friðlandinu á Hornströndum. Lagt er til að svokölluð regla 2 þrengist frá því sem nú er og að leyfi þurfi fyrir kvikmyndatöku og drónaflugi innan friðlandsins fyrir 30. mars ár hvert og auk þess verði fjöldi leyfa til myndatöku við greni í Hornvík takmarkaður við tvö leyfi á tímabilinu 1. maí -31. ágúst. Segir í umsögn nefndarinnar að þessi breyting sé of íþyngjandi og óskýr.
Óskar nefndin eftir samstarfi Umhverfisstofnunar og bæjarritara Ísafjarðarbæjar við útfærslu á reglu nr. 2.
Óheimilt að tjalda til einnar nætur
Þá gerir umhverfis- og framkvæmdanefndin athugasemd við þá breytingu að ekki sé lengur heimilt lengur að tjalda til einnar nætur í friðlandinu.
Má fljúga og lenda fyrir landeigendur
Loks gerir nefndin ekki athugasemd við áform um að breyta reglu um flug og lendingar í friðlandinu á þann veg að landeigendum megi heimila lendingar á landi sínu þegar
um er að ræða ferðir á þeirra vegum vegna eftirlits og viðhalds.