Vinstri grænir með forval í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fjölmennum fundi í gærkvöld að halda forval til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar 25. september næstkomandi.  Steinunn Þóra Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður kjördæmisráðsins og kosin var kjörstjórn til að sjá um framkvæmd og skipulag forvalsins, sem er bindandi í efstu þrjú sætin, en í samræmi við reglur hreyfingarinnar um að ekki megi halla á konur.  Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi eru fimmta kjördæmisráð hreyfingarinnar sem velur forval, svo nú er ljóst að forval VG fer fram í öllum kjördæmum.

Í kjörstjórn voru kosin: Bjarki Þór Grönfeldt, Björg Baldursdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og  Þóra Magnea Magnúsdóttir.

Í fundarlok minntust Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis og aðrir fundarmenn, Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra og Alþingismanns, sem lést aðfaranótt átjánda janúar, en Svavar á sterkar rætur í kjördæminu, sem Dalamaður og úr Stafholtstungum og af Fellströnd.

DEILA