Lilja Rafney og Guðjón gefa kost á sér áfram

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér áfram í 1. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi  fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta staðfestir hún í svari við fyrirspurn Bæjarins besta.

Þá segir Guðjón Brjánsson, alþm. Samfylkingarinnar að hann hafi  ekki gefið annað til kynna en að hann væri til þjónustu reiðubúinn áfram.

Ásmundur Einar Daðason, alþm og ráðherra  Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa kost á sér í reykjavíkurkjördæmi norður og hyggst vinna þar þingsæti fyrir flokkinn. Halla Signý Kristjánsdóttir, sem einnig er alþm. Framsóknarflokksins í kjördæminu gefur kost á sér áfram og býður sig fram í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins.

DEILA