Vesturbyggð: sótt um leyfi fyrir byggingu þriggja parhúsa

Frá Patreksfirði. Balar 2 er skammt frá þessu húsi.

Fyrirtækið Bernódus ehf, sem er í eigu  Bílddælingsins Jens Valdimarssonar hefur  sótt um samþykki fyrir byggingaráformum  fyrir 179 fermetra  parhúsi við Arnarbakka 5 á Bíldudal og var umsóknin tekin til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar í síðustu viku.

Þá sótti Skemman Vatneyri ehf á Patreksfirði um leyfi fyrir byggingu tveggja parhúsa á Patreksfirði, við Bala 9 – 11 og Bala 13-15. Stjórnarformaður er Patreksfirðingurinn Erlendur Kristjánsson.

Allar umsóknirnar voru samþykktar með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.

DEILA