Arctic Fish: Daníel vék af fundi

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs vék af fundi bæjarráðs í gær þegar tekið var fyrir erindið frá Umhverfisstofnun sem varðaði Arctic Fish. Marzellíus Sveinbjörnsson, varaformaður stjórnaði fundi á meðan.

Daníel Jakobsson hefur nýlega verið ráðinn til starfa hjá Arctic Fish.

Umhverfisstofnun var að tilkynna Ísafjarðarbæ að auglýst hafi verið tillaga  að starfsleyfi vegna sjókvíaeldis Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. febrúar 2021.
Engar athugasemdir við starfsleyfið en gagnrýnir langan afgreiðslutíma
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við starfsleyfi, en bendir á í bókun að það séu nokkur ár síðan Arctic Sea Farm skilaði inn umsókn um 10.000 tonna framleiðsluleyfi, og að það sé óásættanlegt að biðtími sé svo langur fyrir fyrirtæki í vexti.
DEILA