Vestfjarðastofa stendur að samstarfsverkefni, sem kallað er hæfnihringir, ásamt atvinnuþróunarfélögum á landsbyggðinni sem eru til þess að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.
Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm.
Eftirfarandi ráðleggingar eru gefnar til þátttakenda:
- Deildu þínum áskorunum, verkefnum og tækifærum með öðrum konum og fáðu ráðleggingar á jafningjagrundvelli.
- Vertu í mátulega krefjandi en samt öruggu umhverfi þar sem hugmyndir geta verið reyndar og þróaðar.
- Stækkaðu tengslanet þitt með konum, sem eru í svipuðum sporum og þú.
Fundirnir eru einu sinni í viku, í sex skipti. Við tekur svo regluleg eftirfylgni á fundum og í lokuðum Facebook hóp. Fyrsti fundurinn verður fyrstu vikuna í febrúar kl. 14:30 – 16:00. Dagsetning auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
Upplýsingar veita: Agnes Arnardóttir agnes@vestfirdir.is og Þórkatla Ólafsdóttir thorkatla@vestfirdir.is
Opið verður fyrir skráningar til 20. janúar. Eyðublað má nálgast hér