Vinnsla Fisherman á eldislax kynntur á stærstu sjónvarpstöð Frakklands

Elías Guðmundsson í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina.

Á laugardagginn var stærsta sjónvarpsstöðin í Frakklandi TF1 með fjögurra mínútna frétt um vestfirskan og austfirskan ASC umhverfisvottaðan lax alinn við köldustu skilyrði sem þekkjast í sjó fyrir Atlandshafslax. Sérstaklega var kynnt  vinnsla Fisherman á Suðureyri  á eldislaxinum og sagt frá því hvernig laxinn er reyktur með birki.

8 milljónir horfðu á

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman segir að hráefnið sé sótt til eldisfyrirtækja á Vestfjörðum svo sem  Arctic Fish, Hábrún og Tungusilungs. Áhorfið var áætlað um 8 milljónir manna svo kynningin  var líklega sú mesta sem hefur verið á Íslenskum lax erlendis segir Elías.

„Um 30 beiðnir hafa samt komið frá Frakklandi til okkar um helgina um sölusamstarf í kjölfar þessa fréttar svo þau eru greinilega að tala vel um okkur.“

Sigurður Pétursson hjá Arctic Fish þekkir vel til í Frakklandi þar sem hann bjó í tæp 9 ár og Sigurður segir að þar séu mestu gæðakröfur sem þekkist fyrir lax og að sá markaður er sá stærsti í heimi og er núna jafnframt stærsti markaður fyrir ferskar sjávarafurðir frá Íslandi.

Sigurður segir þetta einn þann besta árangur sem náðst hefur í að kynna íslenskar laxaafurðir og segist vera stoltur af því að hráefni Arctic Fish sé notað til þessarar framleiðslu.

Listakokkurinn Sigurður Laufdal var sýndur á TF1 matreiða íslenska eldislaxinn.

https://www.tf1.fr/tf1/jt-we/videos/islande-tout-est-bon-dans-le-saumon-46706446.html

DEILA