Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur breytt reglugerð um hrognkelsaveiðar. Þar er staðfest að fjöldi veiðidaga á vertíðinni sem var að hefjast verða 36 í stað 20 daga. Er það fjögurra daga fjölgun frá vertíðinni í fyrra.
Grásleppuvertíðin hefur farið hægt af stað á Vestfjörðum, enda verið bræla á miðunum. Veiðarnar hófust þann 20. mars á Ströndum en á svæðinu frá Látrabjargi til Hornbjargs máttu fyrstu net fara í sjó 1. apríl. Veiðitímabilinu lýkur 14. júní.
Eftir rannsóknaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í mars mæltist stofnunin til við ráðherra að grásleppuafli á vertíðinni verði ekki meiri en 6.355 tonn, en það er 445 tonna minni afli en í fyrra.
smari@bb.is