Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Malt & Appelsín í hálfs lítra dósum vegna tilkynningar um glerbrot í slíkri dós. Atvikið er nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Þar til niðurstaða úr rannsókninni liggur fyrir hefur verið ákveðið að innkalla dósir sem eru með framleiðsludag 02. nóvember 2020 og best fyrir dagsetningu 02.08.21.
„Viðskiptavinir sem eiga 0,5 L dósir af Malti og Appelsíni, merktar BF 02.08.21, PD 02.11.20, Lotunr. 02L20307015730, er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Matvælastofnun varar við regnbogasilungi frá Tungusilungi ehf. sem er ranglega merktur með of löngu geymsluþoli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með hjálp Matvælastofnunar.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna eftir ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem var í reglubundnu eftirliti á markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framsleiðslulotu: Best fyrir 10-02-21 og var aðeins í einni verslun á Höfuðborgarsvæðinu, hjá Fiskikónginum. Umrædd vara er ekki lengur í sölu.