Alls var landað 1.243 tonnum af afla í Ísafjarðarhöfn í desember 2020. Halldór Sigurðsson ÍS var með um 10 tonn af rækju í fjórum róðrum. Annar afli var fenginn með botntrolli.
Stefnir ÍS var aflahæstur í mánuðinum með 343 tonn í 6 veiðiferðum. Klakkur ÍS landaði 224 tonnum, Páll Pálsson ÍS 243 tonnum og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 88 tonnum af afurðum.
Fimm aðkomutogarar lönduðu afla í mánuðinum. Sóley Sigurjóns GK frá Garði landaði 32 tonnum, Sturla GK Grindavík 60 tonnum og Pálína Þórunn GK frá Sandgerði var með 58 tonn, öll eftir eina veiðiferð. Tveir togarar frá Grenivík voru á veiðum fyrir vestan í desember, Vörður ÞH fór tvær veiðiferðir og landaði 125 tonnum og Frosti ÞH landaði 62 tonnum eftir eina veiðiferð.