Áfram frost

Veðurstofan spáir norðan 13-18 m/s og snjókomu eða él á Vestfjörðum í dag. Lægir og styttir upp í kvöld. Vaxandi austanátt á morgun, 10-15 m/s og snjókoma síðdegis. Frost 0 til 5 stig.

Í veðurskeyti dagsins segur um veðrið á landinu að það verði vestlægar áttir, víða 10-18 m/s og dálitil él, en þurrt að kalla austantil á landinu. Norðvestan 15-23 m/s með morgninum, hvassast um landið austanvert, en 20-28 m/s austantil síðdegis. Snjókoma og síðar él um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil. Dregur úr vindi og éljum í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 10-18 á morgun með snjókomu eða slyddu, fyrst suðvestantil, en rigning sunnan- og vestanlands síðdegis og hlýnar heldur.

DEILA