Orkubú Vestfjarða: varaaflið styrkt á norðanverðum Vestfjörðum

Á fundi sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Suðavíkurhrepps fyrir jólin kynnti Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða stöðuna um varaafl á norðanverðum Vestfjörðum.
Fram kom að varaaflsstöðvar OV á Ísafirði, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Bolungarvík eru ekki á snjóflóðahættusvæði og eru mannaðar með bakvakt allan sólarhringinn  Raforkukerfið hefur verið bætt með betri tengingum í Önundarfirði og hringtengingu í gegnum Dýrafjarðargöng.

Þá er áætlað að bæta við varaaflsstöð á Flateyri með gámavél frá Þingeyri á næstunni.

DEILA