Albert Jónsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020

Gönguskíðamaðurinn Albert Jónsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 við litla athöfn í gær, sunnudaginn 27. desember. Í rökstuðningi segir:

Albert er mjög öflugur skíðamaður og er sífellt að bæta sig ár frá ári. Á síðasta keppnisári og svo í byrjun þessa árs hefur hann sýnt mjög góðan árangur og hefur æft gríðarlega mikið og bætt sig verulega.

Gréta Proppé Hjaltadóttir var við sömu athöfn útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, en Gréta æfir hjá körfuknattleiksdeild Vestra.

Árni Heiðar Ívarsson, íþróttakennari, hlaut hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ.

Eftirfarandi tilnefningar bárust frá aðildarfélögum HSV:

Íþróttamaður ársins:

Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Ásgeir Óli Kristjánsson – Hörður handknattleikur
Friðrik Heiðar Vignisson – Vestri körfuknattleikur
Hafsteinnn Már Sigurðsson – Vestri blak
Ignacio Gil Echevarria – Vestri knattspyrna
Ólöf Einarsdóttir – Hestamannafélagið Hending
Sigurður Arnar Hannesson – Hörður knattspyrna

Efnilegasti íþróttamaður ársins:

Ástmar Helgi Kristinsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Gréta Proppé Hjaltadóttir – Vestri körfuknattleikur
Guðmundur Páll Einarsson – Hörður knattspyrna
Guðmundur A. Svavarsson – Vestri knattspyrna
Hjálmar Helgi Jakobsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Sóldís Björt Blöndal – Vestri blak
Stefán Freyr Jónsson – Hörður handknattleikur

DEILA