Undanúrslit í Laugardalshöll

Karlalið Vestra í blaki mun keppa í Kjörísbikarnum um næstu helgi. Allir Vestfirðingar sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fjölmenna á leikinn sem verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. apríl kl. 20. Þar mætir Vestri Aftureldingu í undanúrslitum og falli leikurinn okkur í hag er úrslitaleikur sunnudaginn 9. apríl kl. 14:00. Það má segja að liðið hafi komið, séð og sigrað í vetur og komu á dögunum heim með deildarbikarinn í 1. deild Íslandsmótsins þar sem sigur þeirra í deildinni var aldrei í hættu. Það getur því allt gerst á föstudaginn.

Þetta verður bikarhelgi hjá blaksambandinu þar sem spilaðir verða undanúrslitaleikir hjá bæði körlum og konum á föstudeginum og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudeginum.

Blakdeild Vestra selur helgarpassa í forsölu fram til 4. apríl á kr. 4000 og rennur helmingurinn af upphæðinni til blakdeildarinnar.

Bryndís

 

DEILA