Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að taka 35 milljóna kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið er tekið til að fjármagna viðbyggingu við leikskóla, endurbætur við grunnskóla, framkvæmdir við hitaveitu og lagningu ljósleiðara. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins samanber heimild í sveitarstjórnarlögum. Lánið er með lokagjalddaga árið 2034.