Í frétt frá starfsfólki Strandabyggðar segir að skrifstofa Strandabyggðar sé flutt í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 25.
„Við kveðjum Þróunarsetrið með mikið þakklæti í huga, því sú ráðstöfun á sínum tíma að stefa þar saman ólíkum einstaklingum, stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, var góð og skapaði mikla og mikilvæga gerjun í okkar samfélagi. Sú gerjun og nýsköun heldur áfram í Þróunarsetrinu.“
Sveitarfélagið mun þó áfram halda alla sína stærri fundi, sveitarstjórnarfundi og aðra viðburði í Þróunarsetrinu og sem leigusali, koma að mótun þess og uppbyggingu í framtíðinni.