Mæðgurnar Hólmfriður Vala Svavarsdóttir og Anna María Daníelsdóttir voru í sveit Skíðafélags Ísfirðinga sem sigraði í boðgöngu á Skíðamóti Íslands á Akureyri í gær. Sólveig María Aspelund skipaði sveitina ásamt mæðgunum.
Tími Ísfirðinga var 0:33:09 en Akureyringar urðu í öðru sæti á 0:36:48. Í þeirri sveit voru Bryndís Inda Stefánsdóttir, Gígja Björnsdóttir og Veronika Lagun.
Sveit Akureyringa sigraði einnig í karlaflokki, ellefta árið í röð. Sveitina skipuðu Ólympíufarinn Brynjar Leó Kristinsson, Vadim Gusev og Gísli Einar Árnason. Tími þeirra var 1:09:16.
Sveit Ísfirðinga varð önnur á 1:10:30 en hana skipuðu þeir Daníel Jakobsson, Dagur Benediktsson og Albert Jónsson.