Gull í boðgöngu

Anna María Daníelsdóttir í brautinni á Landsmóti.

Mæðgurn­ar Hólmfriður Vala Svavars­dótt­ir og Anna María Daní­els­dótt­ir voru í sveit Skíðafé­lags Ísfirðinga sem sigraði í boðgöngu á Skíðamóti Íslands á Ak­ur­eyri í gær. Sól­veig María Asp­e­lund skipaði sveit­ina ásamt mæðgun­um.

Tími Ísfirðinga var 0:33:09 en Ak­ur­eyr­ing­ar urðu í öðru sæti á 0:36:48. Í þeirri sveit voru Bryn­dís Inda Stef­áns­dótt­ir, Gígja Björns­dótt­ir og Veronika Lag­un.

Sveit Akureyringa sigraði einnig í karlaflokki, ellefta árið í röð. Sveit­ina skipuðu Ólymp­íufar­inn Brynj­ar Leó Krist­ins­son, Vadim Gusev og Gísli Ein­ar Árna­son. Tími þeirra var  1:09:16.

Sveit Ísfirðinga varð önn­ur á 1:10:30 en hana skipuðu þeir Daní­el Jak­obs­son, Dag­ur Bene­dikts­son og Al­bert Jóns­son.

DEILA