Orkunotkun íslenskra heimila á einstakling sú mesta í Evrópu

Orkunotkun heimila á einstakling er mest á Íslandi í samanburði við önnur ríki innan Evrópu samkvæmt tölum um orkuflæði sem Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti.

Þessi samanburður gildir sérstaklega fyrir árið 2017, en þetta er nýjasta árið sem gögn frá öllum löndum Evrópu liggja fyrir.

Orkunotkun, þegar eingöngu er litið á orku sem fór til heimilisnota, var tæp 77 MJ á einstakling hérlendis.

Næstu lönd á eftir eru Svíþjóð (57 MJ/einstakling) og Finnland (55 MJ/einstakling).

Þá koma Lúxemborg, Danmörk og Noregur á þennan mælikvarða en heimilishitun í Lúxemborg er almennt með bruna á jarðgasi sem hefur í för með sér meiri orkutöp en þegar hiti er framleiddur í orkuverum.

Árið 2018 var hitanotkun um 60% af heildar orkunotkun heimila á Íslandi. Jarðefnaeldsneyti var rúmlega fjórðungur en afgangurinn raforka. Samtals orkunotkun heimila hefur verið á bilinu 240-260 petajúl (PJ) frá 2014 til 2018 en árið 2019 fór orkunotkun upp í 283 PJ samkvæmt bráðabirgðarútreikningi.

DEILA