Matvælastofnun var­ar við eitri í frosn­um fiski frá Víet­nam

Mat­væla­stofn­un var­ar við neyslu á frosn­um fiski frá Víet­nam með vöru­heit­inu Red­tail Tin­foil Barb vegna ólög­legs aðskota­efn­is sem talið er krabba­meinsvald­andi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.
Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Mat­væla­stofn­un hafi fengið upp­lýs­ing­ar um vör­una í gegn­um RAS­FF evr­ópska viðvör­un­ar­kerfið um hættu­leg mat­væli og fóður og gerði heil­brigðis­eft­ir­lit­inu viðvart.

Efnið sem um ræðir, malachite green, er lyf sem á að vinna gegn sveppa­sýk­ing­um fiska og hef­ur verið notað í fisk­eld.

Fyr­ir­tækið Dai Phat sem flutti vör­una til Íslands hef­ur innkallað all­ar fram­leiðslu­lot­ur, í sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur og eru viðskipta­vin­ir sem keypt hafa vör­una eru beðnir um að neyta henn­ar ekki og farga eða skila henni í versl­un­ina þar sem hún var keypt gegn end­ur­greiðslu.

DEILA