Ísafjarðarbær hefur lagt fram til kynningar frummatsskýrslu um dýpkun við Sundabakka.
Opið hús verður á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á milli kl. 16 og 18 fimmtudaginn 10. desember.
Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um framkvæmdina og umhverfismatið.
Upplýsingar um verkefnið verða einnig aðgengilegar á veggspjaldi á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði 10.-21. desember.
Einnig hefur verið opnuð vefsjá þar sem frummatsskýrslan er kynnt á aðgengilegan hátt.
Þá er skýrslan aðgengileg hér (pdf) og á Safnahúsinu Ísafirði og Skipulagsstofnun.
Allir geta kynnt sér skýrsluna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. janúar 2021 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Einnig er velkomið að hafa samband við Ísafjarðarbæ og ráðgjafa:
Guðmund M. Kristjánsson, hafnarstjóra (hofn@isafjordur.is)
Gunnar Pál Eydal, Verkís (gpey@verkis.is)