Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt þá breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala að sameina fjórðar lóðir í eina. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8 og10 er breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.
Eins eru lóðirnar, ásamt lóð við A-stíg 1 og nr5 við Stefnisgötu , sameinaðar í eina og einn byggingareitur er á nýju lóðinni. Byggingamagn á reitnum breytist ekki. Áfram verður stærð lóðarinnar 936 fermetrar og byggingarmagn 655 fermetrar.
Um breytinguna segi að hún muni hafa jákvæð áhrif á svæðið í heild með áherslum sem falla vel að áherslum miðsvæða og eflingu atvinnulífs og mannlífs á Suðureyrarmölum.
Skipulags- og mannvikrjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.