Kómedíuleikhúsið stendur fyrir lestri á hinni einlægu jólasögu Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson núna á aðventunni. Fer lestruinn fram rafrænt og verður skipt í 4 lestra sem raðasta á 4 þriðjudaga í desember – verður í beinni á facebook síðu Kómedíuleikhússins.
Kvöldsaga Kómedíuleikhússins í desember er AÐVENTA eftir Gunnar Gunnarsson. Flytjandi er Elfar Logi Hannessson, Kómedíuleikari.
Lesið verður kl. 20 þriðjudagana 1. 8. 15. og 22. desember. Lesturinn verður í beinni hér á Facebooksíðu Kómedíuleikhússins án endurgjalds og öllum opin.
https://www.facebook.com/68281804072/videos/3340163422777589/
Fyrsti lesturinn var fluttur í gær, þriðjudag. Næsti lestur verður eftir viku og hinir tveir lestarnir næstu þriðjudaga þar á eftir. Lesturinn fer fram í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins á Þingeyri og lesari er Elfar Logi Hannesson.
Myndin hér meðfylgjandi er myndlýsing Bjarna Guðmundssonar frá Kirkjubóli Dýrafirði á Aðventu Gunnars.