Samdráttur í afla á síðasta fiskveiðiári

Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári um 7,3%.

Botnfiskaflinn nam 483 þúsund tonnum og dróst saman um 30 þúsund tonn.
Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa.

Uppsjávarafli íslenska flotans dróst saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára en bæði árin varð loðnubrestur eins og alkunna er. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn.

Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

DEILA