Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman lykiltölur úr ársreikningum 2019 sveitarfélaga landsins. Þar er meðal annars reiknaðar út skatttekjur sveitarfélaga pr íbúa og tölurnar þannig gerðar samanburðarhæfar. Skatttekjur eru tekjur af útsvari, fasteignaskatti og lóðarleigu.
Sex fámenn dreifbýlissveitarfélög skera sig úr fyrir háar skatttekjur, sem einkum eru vegna virkjanamannvirkja en einnig sumarbústaða. Í þeim eru skatttekjurnar frá 913 þús kr/íbua upp í 2.036 kr/íbúa. Það eru Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Fljótsdalshreppur, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur.
Landsmeðaltalið er 714 þúsund kr/íbúa. Reykjavíkurborg, sem nýlega gerði kröfu í fé úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er með 757 þús kr/íbúa og hefur hæstar skatttekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur Reykjavíkurborgar eru 6% yfir landsmeðaltalinu.
Vegið meðaltal skatttekna sveitarfélaga á Vestfjörðum er 662 þúsund kr/íbúa. Það er 13% lægra en skatttekjur Reykjavíkurborgar og 7% lægra en landsmeðaltalið.
Væru skatttekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum þær sömu og í Reykjavík myndu þær hækka um 670 milljónir króna. Væri miðað við landsmeðaltalið gæfi það 400 milljón króna hærri tekjur.
Hæstar eru skatttekjurnar í Árneshreppi af sveitarfélögunum á Vestfjörðum 705 þús kr/íbúa, Kaldrananeshreppur er í öðru sæti með 686 þús kr. og þá Ísafjarðarbær með 684 þús kr/íbúa. Reykhólahreppur er með langlægstu skatttekjurnar 550 þúsund kr.
Til viðbóta skatttekjum koma framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem veitt er til þess að jafna muninn sem er á tekjum og útgjöldum milli þeirra.
Skatttekjur sveitarfélaga pr íbúa 2019 | |||
Skatttekjur eru útsvar, fasteignaskattur og skattígildi (lóðaleiga). | |||
Bolungavík | 668 | ||
Ísafjarðarbær | 684 | ||
Reykhólar | 550 | ||
Tálknafjörður | 631 | ||
Vesturbyggð | 652 | ||
Súðavík | 606 | ||
Árneshreppur | 705 | ||
Kaldrananeshreppur | 686 | ||
Strandabyggð | 622 | ||
Reykjavík | 757 | ||
Kópavogur | 711 | ||
Seltjarnarnes | 691 | ||
Garðabær | 734 | ||
Hafnarfjörður | 702 | ||
Mosfellsbær | 649 | ||
vegið landsmeðaltal | 714 | ||
vegið meðaltal á Vestfjörðum | 662 | ||