Kálið lítil gæði gaf

Skjaldfannardalur sem elur margt sauðféð.

Kjötframleiðandinn Indriði á Skjaldfönn rak augun í frásögn af rannsókn sem gerð var við Oxford- háskóla og  leiddi í ljós að veganfólki er 43% hættara við beinbrotum hvar sem er í líkamanum en þeim sem borða kjöt og fisk.

Niðurstaðan kallaði á vísu lambakjötinu til stuðnings:

 

Kálið lítil gæði gaf.
Gerast beinin veik,
fái þau ei fylli af
fiski og lambasteik.

 

DEILA