Ekki fara suður

Eitt smit og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum

Einstaklingur, sem kom frá Reykjavík fyrir viku síðan, greindist í gærkvöldi með covid.
Samtals 20 einstaklingar eru komnir í sóttkví vegna þessa, meirihlutinn á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga. Allir fóru í sýnatöku í morgun á Ísafirði og Patreksfirði. Smitið er fullrakið.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir þetta vera bakslag þar sem síðustu daga hafa engin smit verið á Vestfjörðum og örfáir í sóttkví.

„Þessi einstaklingur passaði sig mjög vel í Reykjavíkurferðinni, hitti fáa og hélt sig frá áhættustöðum. Samt smitaðist viðkomandi. Ég vil því biðja alla Vestfirðinga að fresta ferðum eins og hægt er svo við missum ekki tökin á faraldrinum,“ segir Súsanna.

DEILA