Ísafjarðarhöfn: hvetur til aðgæslu í kvöld og nótt

Spáð er hvassvirði á Vestfjörðum í kvöld og nótt. Spáð er allt að 20 – 25 metra/sek vindi þegar veðurhæðin verður mest. Vindinn lægir þegar líður á nóttina.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnastjóri Ísafjarðarhafna mælist til þess að strax í kvöld verði hugað verði að bátum og skipum og eins því sem lauslegt kann að vera.

DEILA