Nú er nýtnivika

Vikan frá 21. til 29. nóvember er NÝTNIVIKA.

Átakið er samevrópskt og hefur það að markmiði að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Í ár er þema vikunnar „það sem ekki sést“ og er þar vísað til alls úrgangs og sóunar sem myndast í framleiðsluferli vöru áður en hún kemst í okkar hendur en einnig mengunar sem verður vegna virkni vöru án þess að við verðum þess sérstaklega vör. Dæmi um úrgang og sóun sem við gerum okkur svo sannarlega ekki alltaf grein fyrir er orkunotkun og kolefnisspor netnotkunar.

Umhverfisstofnun heldur úti síðunni Saman gegn sóun á vefnum, Instagram og Facebook þar sem hægt er að nálgast fróðleik og góð ráð um nýtni og úrgangsmál. Á fimmtudag mun Rauði kross Íslands taka yfir Instagram Saman gegn sóun og segja frá fatasöfnun og nytjamörkuðum sem þau reka.

Umhverfisstofnun hvetur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og almenning til þess að nýta vikuna til að fræðast um úrgangsmál og jafnvel skipuleggja sína eigin viðburði.

DEILA