„Fyrst er ég miður mín yfir því að við séum komin þangað að sveitarfélög séu farin að stefna Jöfunarsjóði. Það er eins og aðilar séu hættir að hafa skynbragð á upphaflegt hlutverk sjóðsins sem er að jafna aðstöðu sveitarfélaga. Krafa Reykjarvíkurborgar er nefnilega ekki krafa á Jöfnunarsjóð heldur krafa á þau sveitarfélög sem fá úr Jöfnunarsjóði“ segir Daníel Jakobsson, bæjrfulltríu í Ísafjarðarbæ og formaður bæjarráðs.
Hann segist tilbúinn til viðræðna um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs:
„Hins vegar ef það er vilji borgarinnar að taka upp regluverk Jöfnunarsjóðs þá erum við tilbúin til þess svo lengi sem að inn í þeirri úttekt verði, tekjur borgarinnar af starfsemi hins opinbera í borginni. s.s. fasteignagjöld af opinberum byggingum, útsvar af opinberum störfum, og allar þær tekjur sem að borgin hefur af því að vera höfuðborg.“
Jöfnunarsjóðurinn til þess að jafna forskotið sem borgin hefur
„Ég er ekki viss um að slík úttekt kæmi vel út fyrir borgina. það er ástæða fyrir Jöfnunarsjóðinn og hugmyndafræðina bak við hann.Að jafna það forskot sem borgin hefur hvað tekjuöflun varðar. Þess vegna vill ég hvetja borgarstjóra til þess að hætta við þessa vegferð og einbeita sér að því að finna leiðir til að bæta rekstur borgarinnar með aðgerðum sem ekki fela í sér að senda reikninginn á önnur sveitarfélög eins og krafan á Jöfnunarsjóð felur í sér.“