Bæjaráð Bolungavíkur hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Snjómokstur var áætlaður 11 m.kr en varð mun meiri síðasta vetur og fór kostnaðurinn í 37 milljónir króna. Útgjöldin verða því 26 milljónir króna umfram fjárhagsáætlun.
Þá fór kostnaður við Vatnsveituna framúr áætlun. Gert var ráð fyrir 3 milljónum króna en kostnaðurinn varð 11,4 milljónir. Boraðar voru í fyrra nýjar kaldavatnsholur með góðum árangri og unnið að tengingu á þessu ári.
Þá leggur bæjarráðið til hækkun framlaga til skipulagsmála um 7 m.kr og vegna barnaverndar og málefna fatlaðra um 12 milljónir króna.
Viðaukarnir verða lagðir fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar.