Fámennu sveitarfélögin skulda minnst

Frá framkvæmdum í Norðurfirði.

Í árbók sveitarfélaganna fyrir 2019 eru upplýsingar um skuldastöðu sveitarfélaganna. Annars vegar eru birtar tölur um skuldir og skuldbindingar sveitarsjóðs, A hluta,  reiknað í krónum á hvern íbúa og hins vegar skuldir og skuldbindingar allra sjóða sveitarfélagsins, A og B hluta.

Á Vestfjörðum eru skuldir fámennu svetarfélaganna mun minni en þeirra fjölmennu. Í töflu árbókarinnar yfir heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins kemur fram að Árneshreppur stendur best á þennan mælikvarða með 236.605 kr/íbúa. Kaldrananeshreppur og Súðavíkurhreppur eru einnig með lágar skuldatölur. Reykhólahreppur er næstur en skuldar þó þrisvar sinnum meira á hvern íbúa en Súðavíkurhreppur.

Hæstu skuldirnar eru hjá þremur fjölmennustu sveitarfélögunum Bolungavíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð. Til samanburðar má sjá skuldastöðu reykjavíkurborgar sem er 30% hærri en hjá Bolungavíkurkaupstað. landsmeðaltalið er 1.814.000 kr/íbúa.

 

DEILA