Jólatré Bolvíkinga sótt til Ísafjarðar

1. Björgunarsveitarmenn ásamt einum fulltrúa Skógræktarfélgagsins, við tréð áður en það var fellt .

Laugardaginn 14. nóvember var sagt frá því í hádegisfréttum að Dagur B Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefði fellt hátíðtorgtré borgarinnar, Óslóartréð, í útivistarskógi Reykvíkinga í Heiðmörk. Þetta var myndarlegt sitkagrenitré, 12,4 m að lengd.

Eftir hádegi sama dag kom  Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík til Skógræktarfélags Ísafjarðar, að ná í aðaltorgtré Bolungarvíkur eins og undanfarin ár. Tréð var fellt í Stórurðrarlundi ofan við bæinn.  Stórt og greinamikið sitkagrenitré  og reyndist tæpir 9 m að lengd. Þetta tré er sérstaklega fallegt, en þau eru aðeins misjöfn frá ári til árs eins og gengur.  Sveitin dró tréð út úr skóginum með spili á bíl sveitarinnar og flutti heim á vagni.

Ísfirðingar taka ekki  sín aðaljólatré til að setja upp á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins, úr útivistarskógi Ísfirðinga í Skutulsfirði. Þau eru keypt annars staðar og flutt að en fáein minni tré eru þó tekin hjá Skógræktarfélaginu.

Myndir og frásögn: Gísli Eiríksson.

2. Tréð komið á vagn Björgunarsveitarinnar tilbúið til flutnings.
3. Tréð 2019 við Félagsheimilið í Bolungarvík, en það kom sömu leið .
DEILA