Í bílglugga hvílir ein bliknuð rós

Bitrufjörður.

Óla Friðmey Kjartansdóttir, bóndi á Þórustöðum í Bitrufirði í Strandasýslu er prýðilega hagmælt, en fer sparlega með að birta kveðskapinn. Nýlega birti hún þetta fallega kvæði og sagði það hafa  lengi legið neðst í skúffunni.

 

 

Í bílglugga hvílir einn bliknuð rós
sem barst mér í hendur um forna tíð
Sú flutti mér ósk um fegurð og hrós
nú fyrir annara syndir ég líð.
En hefði ég fregnað hvað fyrir hún stóð
hin fegursta rósin, svo blómleg og rjóð
þá hefði mín hõnd sĺíku hafnað.
Hverfula stund ó bliknaða blóm
bleik verða lõndin það haustar að
og hver má hljóta sinn harða dóm
er hrõsull gengur sitt tæpa vað.
Mannanna bõrn svo misjõfn ger
við mannana glõpum enginn sér.
Svo margt blóm ei meir fær dafnað.
DEILA