Pannavellir slá í gegn

Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti einum eftir ákveðnum reglum.

Pannavellir hafa slegið víða í gegn, ekki síst eftir að Moli (Siguróli Kristjánsson) fór um landið í fyrra með tvo velli sem UMFÍ lánaði honum.

Svo mikil var ánægjan með vellina að KSÍ keypti velli af UMFÍ í tengslum við verkefnið „Komdu í fótbolta“.

„Pannavellirnir eru mjög hentugir í minni bæjum þar sem krakkar vilja spreyta sig í einn á móti einum eða tveimur.
En svo eru vellirnir litlir og ansi mikið aksjón á þeim,“ segir Dagur Sveinn Dagbjartsson hjá KSÍ.

Nýlega stóð UMFÍ fyrir pöntun á 10 völlum sem hafa farið víða út um land m.a. til Ungmennafélags Langnesinga á Þórshöfn, Skagaströnd, Flúðir, í Bláskógabyggð, til Hafnarfjarðar, Keflavíkur, Reykhóla og Dalvíkur.

DEILA