Nemendagarðar á Flateyri: ríkið leggur fram 6 m.kr.

Nemendagarðar Lýðskólans á Flateyri.

Í kjölfar snjólflóðsins á Flateyri í janúar síðastliðnum  lagði sérstök verkefnisstjórn nokkurra ráðuneyta undir forystu forsætisráðneytisins meðal annars til að að veitt verði
stofnframlag úr ríkissjóði vegna nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, allt að 6 milljónir gegn sambærilegu framlagi frá Ísafjarðarbæ. Ætlunin er að  nota féð til endurbóta á húsnæði nemendagarðanna sem er að Eyrarvegi 8, Flateyri.

Stjórn nemendagarðanna hefur nú sent erindi  til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og þar kemur fram að málið er í vinnslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og er svara um framkvæmd þessa að vænta á næstu dögum.

Minnt er á að afgreiðsla á stofnframlagi HMS er háð því að til komi sambærilegt framlag frá Ísafjarðarbæ og óskað eftir því að bæjarráð Ísafjarðarbæjar taki málið til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum sem allra fyrst.

Bæjarráðið tók erindið fyrir í síðustu viku og samþykkti að fá stjórn nemendagarðanna til fundar.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðasta mánuði að  styðja við byggingu nemendagarða við Lýðskólann á Flateyri  með því að fella niður gatnagerðargjöld og einnig með því að innheimta ekki  gjald fyrir vinnuframlag fulltrúa bæjarins  í byggingarnefnd nemendagarðanna.

DEILA