Á þeim tímum sem nú eru er mikilvægt að kunna að bregðast við.
Það getur Björgunarsveitin Björg á Suðureyri svo sannarlega gert. Þegar ekki er hægt að halda kótilettukvöld í Félagsheimilinu, sem er ein af þeirra fjáröflunarleiðum, eru hlutirnir gerðir aðeins öðruvísi.
Kótiletturnar verða í boði og mun þeim verða keyrt heim hér á norðanverðum Vestfjörðum sem og á höfuðborgarsvæðinu.
Skemmtikraftar, veislustjóri og tónlistaratriði ásamt öðru skemmtilegu verður á skjánum þannig að nú getur öll fjölskyldan notið.
Matseðillinn er orðinn nokkuð klár en þar eru:
Kótilettur Haust2020, 2,8cm þykkar.
Ný týndar Ora grænar baunir.
Sulta.
Rauðkál.
Sykurkartöflur og smjör.
Eftirrétturinn verður mest spennandi, hann skýrist bara þegar komið er með hann. Allavegana enginn verður svikinn.
Þetta segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni og hægt er að skrá sig á
https://forms.gle/uUCBWyzMy4zcyHTa6