Inga Sæland hefur lagt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra spurningar um rannsóknir á veiðarfærum.
Hún vill fá skrifleg svör við eftirfarandi þremur spurningum.
1. Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til veiðarfærarannsókna á árunum 2006–2020?
2. Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á veiðarfærum hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
3. Hversu margar ritrýndar greinar um veiðarfæri eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?