Lengjudeildin slegin af- Vestri í 7. sæti

Knattspyrnumótum sumarsins er lokið. Stjórn Knattspyrnusambands íslands ákvað þetta eftir síðustu ákvarðanir stjórnvalda um harðar sóttvarnarráðstafanir næstu vikurnar. Þ

Lokastaðan í Lengjudeildinni í knattspyrnu karla varð því samkvæmt stöðunni eftir 20 umferðir af 22. Tvær síðustu umferðirnar verða því ekki spilaðar.

Staða Vestra var trygg fyrir þessa ákvörðun og liðið varð í 7. sæti af 12 í deildinn. Liðið fékk 29 stig, vann 8 leiki, gerðu 5 jafntefli og tapaði 7 leikjum.  Þá skoraði Vestri 29 mörk og fékk á sig 28. Þetta verður að teljast góður árangur hjá nýliðum í deildinni.

Eru vonir bundnar við betri árangur næsta sumar og að þá geti liðið blaðndað sér í frekar í baráttu um efstu sætin. jarni Jóhannsson lætur af störfum sem þjálfari eftir þriggja ára farsælt starf og Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn sem næsti þjálfari.

 

DEILA