Fiskeldi: september stærsti útflutningsmánuðurinn

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmum 3.940 milljónum króna í september. Er það mesta útflutningsverðmæti á eldisafurðum frá upphafi að ræða á alla mælikvarða. Það er verðmæta í krónum talið, verðmæta í erlendri mynt og í tonnum. Í krónum talið er um að ræða 182% aukningu frá september í fyrra. Aukningin er nokkuð minni í erlendri mynt út af veikingu á gengi krónunnar, en engu að síður hressileg, eða sem nemur 144%. Í tonnum talið er aukningin um 138%. Útflutningsverðmæti eldisafurða var 6,4% af verðmæti vöruútflutnings alls í september og hefur sú hlutdeild aldrei áður mælst hærri.

Þetta kemur fram á radarnum, sem eru upplýsingavefur um sjávarútvegsmál og er byggt á tölum frá Hagstofu Íslands.

Mestu munar um eldislax
Aukningin er í takti sem við það sem búist var við.  Aukningin í september skrifast að langmestu leyti á eldislax. Nam útflutningsverðmæti eldislax um 3.230 milljónum króna í september og hefur aldrei áður verið meira. Er hér um 194% aukningu að ræða frá sama mánuði í fyrra, mælt í erlendri mynt. Útflutningsverðmæti silungs, sem er aðallega bleikja, nam rúmum 540 milljónum króna í september og jókst um 24% á milli ára á sama kvarða. Útflutningsverðmæti annarra eldisafurða nam rúmlega 170 milljónum og jókst um 128% á milli ára.

DEILA