Fundur um framtíð Breiðafjarðar

Breiðafjarðarnefnd hóf fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar á Snæfellsnesi í byrjun árs.

Nefndin hefur ítrekað þurft að fresta fyrirhuguðum fundum í Dalabyggð, Reykhólahrepp og Vesturbyggð vegna aðstæðna í samfélaginu.

Nú býður nefndin íbúum þessara sveitarfélaga á rafrænan fræðslufund. Vegna þess er skráning nauðsynleg á (breiðafjordur@nsv.is). Þátttakendur fá tengil á fundinn sendan í pósti.

Dagskrá:
Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar,
Vinna Breiðafjarðarnefndar

Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands,
Sérstaða og framtíð Breiðafjarðar

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
Snæfellingar og þjóðgarðurinn

Fyrirspurnir og umræður

Munið að skrá ykkur!

DEILA