Fræðslumiðstöð Vestfjarða: 8 námskeið á næstunni

Þrátt fyrir covid 19 er töluverður kraftur í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Kennt er í fjarkennslu og hefjast fjögur ný námskeið nú í október.

Eftir viku verður dags námskeið í Teams og OneDrive forritunum frá Microsoft, sem bæði eru tilvalin til kennslu eða samskipta og samvinnu.

Daginn eftir hefst annað námskeið sem heitir óvissa og einmannaleiki og er ætlað þeim sem vinna við umönnunarstörf. Fjallað verður um áhrif óvissu á líðan, einmannaleikann og einangrunina.

Þriðja námskeiðin í október heitir Build a simple website with wordpress. Það er kennt á ensku og í því er kennd vefsíðugerð með WordPress forritinu.

Loks er annað WordPress námskeið  á ensku þar sem viðfangsefnið er vefverslun. Það hefst 28. október og stendur í 21 klst og verður kennt á þri’judögum og fimmtudögum fram í nóvember.

Fjögur önnur namskeið verðahaldin í nóvember.  Hægt er að kynna sér námskeiðin betur á vefsíðu Fræðslumiðstöðvarinnar frmst.is.

 

DEILA