Rætt verður við Hálfdán í Atvinnupúlsinum á sjónvarpsstöðinni N4 í kvöld, þriðjudagskvöld.
Í þættinum segir Hálfdán frá því að verið sé að undirbúa ræktun jarðarberja og kryddjurta í húsnæði fyrirtækisins.
„Við sjáum fyrir okkur að framleiða nokkur tonn á ári til þess að setja í árstíðarbundnar vörur. Þetta verði sem sagt inniræktun allt árið.
Einnig erum við að kanna möguleika á að rækta fersk krydd í ostana okkar. Ræktun kryddjurta er tiltölulega einföld en jarðarberin eru flóknari. Við bindum vonir við að þetta verði orðið að veruleika á næsta ári,“ segir Hálfdán.
Arna verður tíu ára eftir tvö ár og í upphafi settum við okkur það markmið að vera komin með góðan tækjabúnað á tíu ára afmælinu.
Í dag eru starfsmenn Örnu um þrjátíu og veltan er um eitt og hálfur milljarður króna,“ segir Hálfdán Óskarsson mjólkurfræðingur og samlagsstjóri mjólkurbúsins Örnu í Bolungarvík.