Sveitarstjórn Strandabyggðar lauk við úthlutun smástyrkja á fundi sínum í síðustu viku. Úthlutað var 82.500 kr til hvers styrkþega samkvæmt upplýsingum frá Þorgeiri Palssyni sveitarstjóra.
Þessi fjögur verkefni fengu styrk:
- Galdrasýningin ses – Galdrahátíð í tilefni af 20 ára afmælis safnsins
- Arnkatla – lista- og menningarfélag, til að ljúka 1. áfanga Skúlptúraslóðar á Hólmavík
- Sauðfjársetur á Ströndum. Til útgáfuverkefna setursins, en fyrirhugað er að gefa út bækur sem tengjast safninu og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við tímabundnar sérsýningar og viðburði á safninu.
- Arnkatla – lista og menningarfélag. Skipulag vetrarhátíðar í janúar 2021, sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á menningarlíf og ferðaþjónustu á Ströndum.