Alls söfnuðust 20 milljónir króna í söfnuninni Stöndum saman Vestfirðir sem þær Steinunn G. Einarsdóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Hólmfríður Bóasdóttur stóðu að.
Að sögn Gylfa Ólafssonar voru keypt fyrir söfnunarféð:
- Fjórar súrefnissíur sem eru á hjúkrunarheimilinu Berg í Bolungavík, hjúkrunarheimilinu Tjörn á þingeyri , sjúkrahúsinu á Patreksfirði og bráðadeild sjúkrahússins á Ísafirði. Tvær BiPap ytri öndunarvélar og er önnur á bráðadeildinni á Ísafirði og hin á sjúkrahúsinu á Patreksfirði.
- Ein hágæða svæfingavél. Hún er á skurðdeild sjúkrahússins á Ísafirði.
- Eitt greiningartæki fyrir blóðrannsóknir sem er á rannsóknadeild sjúkrahússins á Ísafirði.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar fyrir þessar höfðinglegu gjafir.