Plast í örbylgjuofninn?

Alla vega ekki melamín plast segir í tilkynningu frá neytendavakt Matvælastofnunar.

Melamín plast er vinsælt í barna borðbúnað.
Þetta er hart plast og er gjarnan litríkt og fallegt!

En það hentar illa í örbylgjuofn þar sem það getur gefið frá sér skaðleg efni í matinn við hitun í honum.

Þegar matvæli eru hituð í örbylgjuofni skal gæta sérstaklega að því að nota einungis ílát og umbúðir sem eru ætluð til þess.

Leitum að merkingum um að þau séu til þesss ætluð.

Ef við finnum ekki merkingar, notum þá frekar gler eða posturlín.

DEILA