Í gær greindust 45 með COVID á öllu landinu og er nýgengi smita komið yfir 100 og er þá átt við nýgengi smita þ.e.virk smit á 100.000 íbúa síðastliðna 14 daga.
Á Vestfjörðum fækkaði úr 4 í 3 sem eru í einangrun. Nú eru 20 í sóttkví á Vestfjörðum.
Í frétt frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að frá og með föstudeginum 25. september verður sýnataka vegna Covid-19 á Ísafirði í þessum hvíta gámi sem stendur vestan megin við sjúkrahúsið.
Fólk er beðið um að keyra eins nálægt lúgunum og hægt er og starfsmenn teygja sig út.
Þetta fyrirkomulag er til reynslu og kannski verður að biðja fólk um að stíga út úr bílunum, sérstaklega minni/ lægri bílum.
Fólk er beðið um að sýna þolinmæði meðan verið er að fínpússum þessa lausn.
Hringja þarf á heilsugæsluna til að fá tíma í sýnatöku.