Hver vill kaupa bryggju ?

Brjánslækur.

Hafnar­sjóður Vest­ur­byggðar hefur til sölu flot­bryggju, flekinn er um 20x3m og er stað­settur við Flókatóftir á Brjánslæk.

Bryggjan er skemmd og þarfnast lagfær­inga.

Tilboðsfrestur er til og með 22. október.

Að sögn Elfars Steins Karlsson hafnarstjóri í Vesturbyggð hefur bryggjan ekki verið í notkun síðustu ár. Aðeins ein flotbryggja er í notkun á Brjánslæk en til stendur að bæta þá aðstöðu á næstu árum.

Miklar framkvæmdir eru nú við höfnina á Bíldudal og í undirbúningi er að bjóða út á næstunni landfyllingu sem mun koma sér vel vegna vaxandi umsvifa við höfnina.

DEILA